SOS - Spurt og svarað

Leynast auglýsingar í undirflokkum?

Undirflokkar eru fyrst og fremst notaðir til að þrengja leitina þegar margar auglýsingar eru í grunninum og stærri yfirlit verða of yfirþyrmandi. Að velja undirflokk mun í engu tilfelli birta auglýsingu sem ekki var hægt að finna úr heildaryfirliti eða yfirliti yfirflokks.

Þegar valinn er yfirflokkur (t.d. "Tölvur") eru birtar 20 nýjustu auglýsingar úr öllum undirflokkum.

Ef smellt er á "Auglýsingar" í dálkinum til vinstri má nálgast óflokkað yfirlit allra auglýsinga. "Nördadeildin" inniheldur sömu flokka og auglýsa mátti á gamla Partalistanum.

Hvað er að því að skrá netföng í meginmáli auglýsinga?

Dólgarnir sem senda ruslpóst og búa til vírusa nota ýmsar aðferðir til að finna netföng fórnarlamba sinna. Ein helsta leiðin er að láta leitarvélar grennslast fyrir á opnum vefsvæðum, önnur er að láta vírusa njósna um hvaða netföng finnast á hörðum diskum smitaðra tölva.

Ef netfang er sýnilegt í meginmál auglýsingar á Partalistanum, aukast því til muna líkurnar á að það komist á lista þeirra sem senda ruslpóst.

Til að sporna við þessu gætir Partalistinn þess að leyna netföng auglýsenda og býður upp á vefform (með þróuðum spamvörnum) þar sem hægt er að hafa samband við auglýsanda. Formin eru einnota og hætta að virka um leið og auglýsingu er eytt.

Ef auglýsendur vilja birta netföng í auglýsingum þrátt fyrir ofangreindar aðvaranir, þá er það auðvitað þeirra val. Það er ekki bannað, við mælum bara síður með því.

Hvað gilda auglýsingar lengi?

Auglýsingarnar gilda sjálfgefið í um það bil 2 vikur frá því þær eru settar á vefinn. Hinsvegar getur auglýsandi endurnýjað auglýsingu eins oft og hann vill. Stefnt er að því að senda tölvupóst til að minna auglýsendur á að endurnýja auglýsingar áður en þær renna út.

Hvað var að gamla Partalistanum??

  • Vefviðmót gamla listans var ruglandi, fólk reyndi ítrekað að senda póst til póstlistans í stað auglýsandans.
  • Gamli Partalistinn þurfti virka ritstjórn.
  • Engin leið var fyrir notendur að eyða auglýsingum eða leiðrétta.
  • Gamli Partalistinn bauð ekki upp á myndir.
  • Póstlistaform gamla listans þýddi að ekki mátti auka fjölbreytni auglýsinga, því fólk hefði fljótt byrjað að kvarta undan "spami".
  • Undirliggjandi kerfi gamla Partalistans var erfitt að viðhalda og endurbæta.
  • o.s.frv.

# (C) Copyright 2005-2008, Bjarni Rúnar Einarsson (hafa samband)